Lögreglan á Austurlandi
Vindhraði virðist hvað mestur á Reyðarfirði núna klukkan 16.00 á Austfjörðum. Talsverðar skemmdir orðið á húsum auk þess sem rúður í bílum hafa brotnað. Björgunarsveitarmenn eru að störfum á Reyðarfirði. Fleiri eru á leiðinni frá Norðfirði, Egilsstöðum og Fáskrúðsfirði.
Allt að 60 m á sek í hviðum
Mjög slæmt veður er á Reyðarfirði eins og er og tjón hefur orðið. Brak er að fjúka víðsvegar um bæinn og eru íbúar beðnir um halda sig innandyra og að vera alls ekki á ferðinni. Björgunarsveitir eru að störfum í bænum. Rafmagn fór af Norður- og Austurlandi fyrir um 2 klst. Rafmagn er komið á hluta Norðurlands og unnið að því að koma rafmagni á Austurland. Vonast er til að það taki ekki langan tíma.
Fyrir 3. klst: Rauð veðurviðvörun tók gildi á hádegi á Austurlandi þar sem vindstyrkur er ætlaður allt að 60 m á sek í hviðum og gert ráð fyrir jöfnum vindi í um 30 m sek. Þjóðveginum frá Fáskrúðsfirði að Kirkjubæjarklaustri hefur af þessum sökum verið lokað. Þá er Öxi lokuð, verið að loka Fagradal og Breiðdalsheiði, Fjarðarheiði Vatnskarði og Möðrudalsöræfum.
Vindstyrkur verður mestur í dag og fram á kvöld. Aðeins dregur þá úr en afleitt veður áfram á Austfjörðum til fyrramáls og fram undir hádegi gangi spár eftir. Því er hvatt til að ferðalögum verði slegið á frest fram til hádegis á morgun. Áhlaðandi er á austanverðu norðurlandi, frá Vopnafirði að Borgarfirði eystra. Háflóð verður í kvöld milli ellefu og tólf. Eigendur báta í höfnum eru hvattir til að huga að þeim.
Aðgerðastjórn þakkar þau góðu viðbrögð sem hún hefur fengið við tilmælum um að tryggja lausamuni og vera ekki á ferðinni meðan veðrið gengur yfir
Lögreglan á Norðurlandi eystra
Eins og ekki hefur farið framhjá neinum er veðrið á Akureyri slæmt, mikill vindur og úrkoma með því. Sjór gengur yfir götur bæjarins á Eyrinni, sérstaklega við Norðurgötu, Gránufélagsgötu og Eiðsvallagötu. Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar því til vegfarenda að aka ekki um þessar götur að svo stöddu þar sem vatn hefur tekið að flæða inn í hús
Lögreglan á Suðurlandi
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, er ekkert ferðaveður á norð- austur hluta landsins, austfjörðum og suð- austur hluta landsins. Þjóðvegi 1. hefur verið lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi. Tilkynningar um foktjón eru byjaðar að berast til lögreglu og eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna veðurofsans. Frekari uppýsingar um lokanir og veður er að finna á heimasíðum vegagerðarinnar og veðustofu íslands vedur.is/ og www.vegagerdin.is
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu
- Tilkynnt um þakplötur að fjúka frá nýbyggingu í hverfi 105.
- Tilkynnt um rúðubrot í bifreið í hverfi 104.
- Tilkynnt um tré sem fallið hafði þvert á akbraut í hverfi 104.
- Tilkynnt um grindverk sem fauk um koll í hverfi 105.
- Tilkynnt um innbrot í heimahús í hverfi 101.
- Tilkynnt um þakplötur að fjúka í hverfi 101.
- Tilkynnt um þak að losna af festingum í hverfi 210.
- Tilkynnt um þakplötur að losna í hverfi 220.
- Ökumaður takinn fyrir ölvunar- fíkniefnaakstur.
- Tilkynnt um kerru sem fauk til í hverfi 200.
- Tilkynnt um fokið skilti við akbraut í hverfi 200.
- Tilkynnt um skemmdir á bifreið eftir foktjón í hverfi 113.
- Tilkynnt um skemmdir á bifreið eftir að foktjón í hverfi 270.
- Tilkynnt um skemmdir á bifreið eftir foktjón í hverfi 113.
Veðrinu lýst sem foktjónaveðri – Fólk beðið um að vera ekki á ferð á þessum tíma
Discussion about this post