5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Talsverðar skemmdir á húsum ofl. í óveðrinu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Lögreglan á Austurlandi

Vindhraði virðist hvað mestur á Reyðarfirði núna klukkan 16.00 á Austfjörðum. Talsverðar skemmdir orðið á húsum auk þess sem rúður í bílum hafa brotnað. Björgunarsveitarmenn eru að störfum á Reyðarfirði. Fleiri eru á leiðinni frá Norðfirði, Egilsstöðum og Fáskrúðsfirði.

Allt að 60 m á sek í hviðum

Mjög slæmt veður er á Reyðarfirði eins og er og tjón hefur orðið. Brak er að fjúka víðsvegar um bæinn og eru íbúar beðnir um halda sig innandyra og að vera alls ekki á ferðinni. Björgunarsveitir eru að störfum í bænum. Rafmagn fór af Norður- og Austurlandi fyrir um 2 klst. Rafmagn er komið á hluta Norðurlands og unnið að því að koma rafmagni á Austurland. Vonast er til að það taki ekki langan tíma.

Fyrir 3. klst: Rauð veðurviðvörun tók gildi á hádegi á Austurlandi þar sem vindstyrkur er ætlaður allt að 60 m á sek í hviðum og gert ráð fyrir jöfnum vindi í um 30 m sek. Þjóðveginum frá Fáskrúðsfirði að Kirkjubæjarklaustri hefur af þessum sökum verið lokað. Þá er Öxi lokuð, verið að loka Fagradal og Breiðdalsheiði, Fjarðarheiði Vatnskarði og Möðrudalsöræfum.

Vindstyrkur verður mestur í dag og fram á kvöld. Aðeins dregur þá úr en afleitt veður áfram á Austfjörðum til fyrramáls og fram undir hádegi gangi spár eftir. Því er hvatt til að ferðalögum verði slegið á frest fram til hádegis á morgun. Áhlaðandi er á austanverðu norðurlandi, frá Vopnafirði að Borgarfirði eystra. Háflóð verður í kvöld milli ellefu og tólf. Eigendur báta í höfnum eru hvattir til að huga að þeim.

Heldur hefur bætt í vind nú um hádegsbil og útköllum til björgunarsveita fjölgað talsvert. Þau tengjast enn sem komið er fyrst og fremst þakplötum sem eru að losna og því um líkt. Lítið sem ekkert er um að lausamunir séu á ferðinni. Þá er umferð á vegum í algjör lágmarki.

Aðgerðastjórn þakkar þau góðu viðbrögð sem hún hefur fengið við tilmælum um að tryggja lausamuni og vera ekki á ferðinni meðan veðrið gengur yfir

Lögreglan á Norðurlandi eystra

Eins og ekki hefur farið framhjá neinum er veðrið á Akureyri slæmt, mikill vindur og úrkoma með því. Sjór gengur yfir götur bæjarins á Eyrinni, sérstaklega við Norðurgötu, Gránufélagsgötu og Eiðsvallagötu. Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar því til vegfarenda að aka ekki um þessar götur að svo stöddu þar sem vatn hefur tekið að flæða inn í hús

Lögreglan á Suðurlandi

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, er ekkert ferðaveður á norð- austur hluta landsins, austfjörðum og suð- austur hluta landsins. Þjóðvegi 1. hefur verið lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi. Tilkynningar um foktjón eru byjaðar að berast til lögreglu og eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu vegna veðurofsans. Frekari uppýsingar um lokanir og veður er að finna á heimasíðum vegagerðarinnar og veðustofu íslands  vedur.is/  og  www.vegagerdin.is

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu
 • Tilkynnt um þakplötur að fjúka frá nýbyggingu í hverfi 105.
 • Tilkynnt um rúðubrot í bifreið í hverfi 104.
 • Tilkynnt um tré sem fallið hafði þvert á akbraut í hverfi 104.
 • Tilkynnt um grindverk sem fauk um koll í hverfi 105.
 • Tilkynnt um innbrot í heimahús í hverfi 101.
 • Tilkynnt um þakplötur að fjúka í hverfi 101.
 • Tilkynnt um þak að losna af festingum í hverfi 210.
 • Tilkynnt um þakplötur að losna í hverfi 220.
 • Ökumaður takinn fyrir ölvunar- fíkniefnaakstur.
 • Tilkynnt um kerru sem fauk til í hverfi 200.
 • Tilkynnt um fokið skilti við akbraut í hverfi 200.
 • Tilkynnt um skemmdir á bifreið eftir foktjón í hverfi 113.
 • Tilkynnt um skemmdir á bifreið eftir að foktjón í hverfi 270.
 • Tilkynnt um skemmdir á bifreið eftir foktjón í hverfi 113.

Rauð viðvörun – ,,Slík viðvörun ekki gefin út nema um hættulegt veður sé að ræða“