Ef skoðað er fylgi Vinstri grænna nú og í kosningunum 2017, þá hefur það hrunið. Í kosningunum fengu Vinstri grænir 16,9% fylgi en mælast nú með aðeins 9,7%. Það er hrun upp á 7,2% á fylgi flokksins eða nánast eins og u.þ.b. annar hver kjósandi hafi snúið baki við flokknum og ætli ekki að kjósa hann aftur.
Sama má segja með Sjálfstæðisflokkinn en hann var með 25,2% fylgi í kosningunum og hefur verið að mælast fyrir neðan og rétt um 20% í undanförnum könnunum. Ríkisstjórnin væri kolfallin ef úrslit yrðu, eins og undanfarnar kannanir hafa sýnt s.l. mánuði.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 21,1%, rúmlega prósentustigi meira en við mælingu MMR í fyrri hluta október. Fylgi Samfylkingar mældist 15,3% og jókst um rúmt prósentustig frá síðustu mælingu. Þá jókst fylgi Flokks fólksins um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 8,0%.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 42,2%, samanborið við 42,0% í síðustu könnun.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,1% og mældist 19,8% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,3% og mældist 14,1% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,5% og mældist 14,8% í síðustu könnnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,0% og mældist 10,1% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,0% og mældist 11,0% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 9,7% og mældist 10,3% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 8,9% og mældist 8,8% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 8,0% og mældist 5,6% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,6% og mældist 3,1% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 0,9% samanlagt.
Þróun yfir tíma
Stuðningur við ríkisstjórnina