• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 28. maí 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Ísland meðal tuttugu mest nýskapandi ríkja heims

ritstjorn by ritstjorn
25. október 2022
in Fréttir, Innlent, Viðskipti
0
Share on FacebookShare on Twitter

Ísland situr í tuttugasta sæti lista Alþjóðahugverkastofunnar (WIPO) yfir mest nýskapandi ríki heims. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu WIPO um alþjóðlega nýsköpunarvísitölu (e. Global Innovation Index). Sviss, Bandaríkin og Svíþjóð sitja í efstu sætum listans líkt og í fyrra. 

Ísland fellur um þrjú sæti á listanum milli ára en árið 2021 sat Ísland í 17. sæti. Hið tölfræðilega öryggisbil í skýrslunni í ár sýnir þó að Ísland er í 15.-20. sæti á listanum. Af 39 Evrópulöndum sem nýsköpunarvísitalan nær til situr Ísland í 12. sæti. Sem fámenn þjóð í alþjóðlegu samhengi dregur Ísland stutt strá þegar kemur að ýmsum mælikvörðum Alþjóðahugverkastofunnar við útreikning vísitölunnar, en t.a.m. eru mælikvarðar ekki sniðnir að auðlindaríkum smáþjóðum. Það er því ljóst að Ísland er í flokki fremstu ríkja heims þegar kemur að nýsköpun enda verður 20. sæti í alþjóðlegu samhengi að teljast aðdáunarvert. 

Hvergi hærra hlutfall erlendra fjárfestinga í R&Þ af þjóðarframleiðslu

Almennt skorar Ísland yfir meðaltali í þáttum sem tengjast stofnunum, innviðum, þroska markaðar (e. business sophistication), afurðum þekkingar og tækni og afurðum sköpunar. Þá er Ísland er í 1. sæti þegar horft er til almennrar notkunar upplýsingatækni, rafmagnsframleiðslu á íbúa, hlutfalls erlendrar fjárfestingar í rannsóknum og þróun af þjóðarframleiðslu, fjölda birtra vísindagreina á íbúa og fjölda framleiddra kvikmynda á íbúa. Ísland skorar hins vegar lágt fyrir þjóðarframleiðslu miðað við orkunotkun (129. sæti), stærðar innanlandsmarkaðar miðað við þjóðarframleiðslu (129. sæti), hlutfalls erlendrar fjárfestingar af þjóðarframleiðslu (127. sæti) og hlutfalls háskólanema sem útskrifast úr verkfræði-, raunvísinda- og tæknigreinum (85. sæti). Nánari upplýsingar um frammistöðu Íslands er að finna hér. 

Fleiri hugverkaréttindi skráð í kjölfar heimsfaraldurs

Í skýrslu Alþjóðahugverkastofnunarinnar um nýsköpun í heiminum sem gefin er út árlega samhliða listanum kemur fram að fjárfesting í rannsóknum og þróun, sem og önnur fjárfesting sem er mikilvæg fyrir nýsköpun, jókst umtalsvert árið 2021, þrátt fyrir  COVID-19 faraldurinn. Fjárfesting fyrirtækja í rannsóknum og þróun jókst t.d. um 10% milli ára, mest í rafmagns- og upplýsingatæknibúnaði, hugbúnaðar- og upplýsingatækniþjónustu, lyfja- og líftækni og í byggingar- og málmiðnaði. Fjöldi áhættufjárfestingarsamninga jókst um 46% á árinu og hafa þeir ekki verið fleiri síðan á tímum netbólunnar á síðasta áratug síðustu aldar. Öfugt við það sem búast mætti við vegna faraldursins hefur birtum vísindagreinum og skráningum hugverkaréttinda einnig fjölgað. Aukinni fjárfestingu hefur þó ekki fylgt meiri framleiðni og vísbendingar benda til þess að hægt hafi á innleiðingu tækninýjunga þrátt fyrir aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Líklegt er talið að áhrifum faraldursins sé um að kenna.

Discussion about this post

  • Samgöngustofa hættir innheimtu bifreiðagjalda

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Lífið eftir framhjáhald og daður á samfélagsmiðlum

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • NÝ ÖKUSKÍRTEINI

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Teitur Björn Einarsson færir ítarleg rök gegn stjórnarfrumvarpi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Vændiskonur frömdu vopnað rán

    0 shares
    Share 0 Tweet 0

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?