Á 41. aðalfundi Landssambands smábátaeigenda var Kjartan Páll Sveinsson kosinn formaður félagsins og hlaut Kjartan einróma stuðning fundarins. Fundarmenn voru reyndar svo ánægðir með nýjan formanna að þeir stóðu upp og klöppuðu nýjan formann inn embættið.

Kjartan er strandveiðimaður og félagsfræðingur. Hann lauk BA gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands og er með doktorspróf frá London School of Economics. Kjartan Páll hefur starfað á sviði rannsókna og opinberrar stefnumótunar í nær 20 ár, bæði á Íslandi og í Bretlandi, en hafið á hug hans og hjarta.
Í þættinum Sjávarútvegsspjallið á Samstöðinni sem er í umsjón Grétars Mar, er tekið viðtal við Kjartan Pál og í því viðtali er víða komið við enda málaflokkurinn stór og flókinn.
Vilja greiða þjóðinni 125.000 krónur í veiðgjald af hverju tonni
Fjallað var um ályktanir á síðasta aðalfundi og þar var samþykkt að bjóða þjóðinni sem er eigandi sjávarauðlindanna og fiskveiðikvótans sem er úthlutað í eitt ár í senn, miklu hærri veiðigjöld en þjóðin fær fyrir eign sína í núverandi kvótakerfi. Það er svo í höndum umboðsmanna þjóðarinnar sem sitja á Alþingi að taka því tilboði í þjóðareignina, fyrir hönd eigenda, þ.e. kjósenda.
Þá var fjallað um kvótakerfið og benti Kjartan á mikla galla þess og sagði reyndar að doktor í hagfræði hefði fengið Nóbelsverðlaun fyrir að benda á að kvótakerfið væri algjört rugl. Lagði Kjartan áherslu á hversu vistvænar stranveiðar eru og hversu lítl áhrif þær hefðu á hafsbotninn en að veiðar stórútgerðarinnar hefðu haft mjög eyðileggjandi áhrif á hafsbotninn og lífríki sjávar. Tók hann sem dæmi kóralrif sem hefðu verið eyðilögð með stórvirkum og skaðlegum veiðarfærum, þá noti stórútgerðin margfalt meiri olíu með tilheyrandi mengun fyrir hvert kíló af fiski.
Kvótaþegar frá ríkinu, jafnvel erfingjar, sem leigja allan kvótann fyrir tugi og hundruði milljóna á hverju ári og í áratugi og veiða aldrei neitt
Þá var núverandi kvótakerfi harðlega gagnrýnt þar sem aðilar sem fengu m.a. gefins kvóta fyrir 40 árum og fái hann úthlutaðan í póstkassann á hverju ári án þess að veiða hann eða að hafa neitt með hann að gera. Dæmi eru um að jafvel einstakir erfingjar leigi auðlind þjóðarinnar fyrir hundruði milljóna á ári en stundi engar veiðar. Leiguverð í dag eru 500.000 krónur fyrir hvert tonn. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir alþingismenn sem eru í vinnu og á launum, fyrir eigandann.
Samþykkt var á aðalfundi að byggðaaðgerðir stjórnvalda í þorski verði 8,0% í stað 5,3% og að 48 dagar til strandveiða verði tryggðir eins og búið er að lofa. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan:
Vantrausti lýst á Hafrannsóknarstofnun
LS telur ljóst að vísindalegar forsendur veiðiráðgjafar Hafrannsóknastofnunar í öllum fiski
tegundum hafi engan veginn staðist. Skorar félagið á stjórnvöld að láta fara fram úttekt á
árangri stofnunarinnar síðustu áratugi. Þá telja samtökin að skilja eigi veiðiráðgjöfina frá
gagnaöflun og rannsóknum með hliðstæðum hætti og gert var í dómskerfinu á sínum tíma.
• LS skorar á stjórnvöld að auka rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar, sérstaklega ef auka eigi
nýtingu sjávargróðurs úr firðinum, og hvaða áhrif hún hafi á lífríki Breiðafjarðar og viðgang
fiskiseiða.
• LS hvetur umhverfisráðherra að beita sér fyrir því að gert verði umhverfismat á áhrifum
veiðarfæra á sjávarbotn, lífríki sjávar og loftslagsins – kolefnisjöfnuð þess.
• LS leggur til að ráðgjöf Hafró á aflamarki í grásleppu verði endurskoðuð þar sem grásleppa er
flokkuð sem uppsjávarfiskur en mælingar nú eru gerðar með botntrolli.
Aðalfundur LS sem haldinn var 16. og 17. október sl. sendi frá sér fjölmargar ályktanir. Meðal þeirra eru:
Tilboð til stjórnvalda uppá 4 milljarða til greiðslu á 30.000 tonnum af þorski.
Strandveiðar áskorun til stjórnvalda að tryggja 48 daga á þessu fiskveiðiári. Vonbrigði mana voru mikil þar sem loforð voru um að strandveiðar væru tryggðar á síðasta fiskveiðiári en þeim lauk 16. júlí, mikil vonbrigði sem mega ekki endurtaka sig. Staðið verði við fyrirheit í stjórnarsáttmálanum.
Grásleppa að kvótasetning grásleppu verði afnumin. Fyrra fyrirkomulag veiða, á grundvelli fyrri leyfa, verði tekið upp að nýju. Dagar þar sem veiðarfæri báts eru tekin upp vegna brælu eða annarra ástæðna verði frádregnir.
Byggðakvóti þar leggur LS til löndunarívilnun þannig að almenna byggðakvótanum verði úthlutað sem ívilnun við löndun og gildi fyrir línu- og handfærabáta undir 30 brt. Jafnframt að meiri afli fari til strandveiða. Það er skoðun félagsins að með þessu nýtast heimildirnar hinum dreifðu byggðum á gegnsæjan hátt.
Byggðaaðgerðir í þorski verði 8,0% í stað 5,3%. Það sem komi frá útgerðum verði lækkað í 4,0% og sama prósenta komi með álagi á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Línuívilnun verði virkjuð þegar í stað og gildi frá 1. september eins og verið hefur frá upphafi hennar árið 2003. Jafnframt að hún gildi fyrir alla dagróðrarbáta undir 30 tonn. Línuívilnun verði 30% á landbeitta línu og 20% á uppstokkaða línu í landi.
Veiðar með flotvörpu þess krafist að bannað verði að nota flotvörpu við veiðar á loðnu, síld og makríl í íslenskri landhelgi. Óumdeilt er að skaðsemi veiðarfærisins er fyrir hendi, t.d. ánetjast gríðarlegur fjöldi grásleppuseiða við veiðarnar. Við löndun er skaðinn skeður auk þess að í aflanum er fullvaxin grásleppa. Bent skal á að við flotvörpuveiðar á sl. fiskveiðiári var magn grásleppu í lönduðum afla alls 125 tonn, mun meira en úr botntrolli. Jafnframt er bent á að skipstjórar loðnuskipa gagnrýna notkun flottrolls við veiðarnar.

