Hugleiðingar veðurfræðings
Norðaustan 8-13 m/s með éljum norðan- og austanlands í dag, en bjart sunnan heiða. Það dregur smám saman úr vindi og úrkomu og kólnar, en nú í morgunsárið er hiti víða nærri frostmarki á landinu.
Á morgun er búist við suðlægri átt, 5-13 m/s. Snjókoma með köflum vestantil á landinu, einkum seinnipartinn en að mestu þurrt eystra fram á kvöld. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðaustanlands.
Spá gerð: 25.12.2023 06:29. Gildir til: 26.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustanátt, víða 5-13 m/s og dálitil él, en bjart með köflum sunnan heiða. Dregur úr vindi í kvöld og nótt.
Sunnan og suðaustan 3-8 m/s í fyrramálið og dálítil él syðst og vestast, 8-13 og víða snjókoma með köflum eftir hádegi, en úrkomulítið norðastaustantil. Frost 0 til 12 stig, mest í innsveitum á Norðausturlandi.
Spá gerð: 25.12.2023 09:45. Gildir til: 27.12.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s og snjókoma eða él, hvassast á Vestfjörðum, en þurrt vestantil fram eftir degi. Hiti víða 0 til 5 stig, en vægt frost norðvestantil.
Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s og snjókoma eða él norðvestantil, en annars bjart með köflum. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðaustanlands.
Á föstudag:
Fremur hæg breytileg átt og dálítil snjókoma, en úrkomulítið austantil. Áfram kalt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir hægt vaxandi norðaustanátt með éljum víðast hvar, en snjókomu sunnantil um kvöldið. Talsvert frost um land allt.
Á sunnudag (gamlársdagur):
Líklega ákveðin og köld norðanátt með snjókomu eða éljagangi víða um land, en úrkomulítið suðvestanlands.
Spá gerð: 25.12.2023 07:47. Gildir til: 01.01.2024 12:00.