Lík hins tveggja ára Julens Rosello, sem féll niður í djúpa borholu í bænum Totalan nærri Malaga á Suður-Spáni fyrir tæpum tveimur vikum fannst í nótt klukkan 1:25.
Hundruð manna höfðu unnið allan sólarhringinn að viðstöddum fjölmiðlum, við að reyna að ná til Julen Rosello, sem féll niður um þröngt op á holu, þann 13. janúar s.l. sem er meira en 100 metra djúp.
En foreldrar hans voru þá að undirbúa hádegismat, nærri holunni, í Totalan , suðurhluta bæjarins nálægt Malaga.
Þegar föðurnum tókst ekki að ná til drengsins þar sem að hann hafði fallið, hringdi hann í neyðarlínuna og síðan þá, hefur fjölmennt lið björgunarfólks reynt að ná drengnum upp úr holunni. ,,Klukkan 1:25 í nótt, fann björgunarsveitin líkið af Julen litla,“ segir í tilkynningu frá stjórnvöldum í á Twitter.
,,Allir Spánverjar eru nú óendanlega sorgmætir og votta fjölskyldunni samúð sína. Við höfum fylgst náið með hverju skrefi til þess að reyna að bjarga drengnum,“ sagði forsætisráðherrann Pedro Sanchez á Twitter. ,,Við munum alltaf þakka óþreytandi björgunarsveitum og öðrum sem leituðu að honum.“
Greint hefur verið frá því í spænskum fjölmiðlum að ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir þessu 110 metra djúpa brunngati sem borað var fyrir rúmum mánuði í leit að grunnvatni og holunni ekki lokað, lögum samkvæmt. Maðurinn sem boraði holuna hefur fullyrt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi lokað gatinu en einhverjir aðrir hefðu svo opnað það og þar með búið til slysagildru fyrir Julen.
Umræða