Þjóðin á ekki vera bótaskild til útgerða bregðist veiði á fiskistofnum

,,Frumvarp sjávarútvegráðherra um byggðarkvóta og strandveiðar miðar einnig að því að greiða einhverjum útgerðum út rækju og skelbætur. Bara svona ca 1400 tonn af þorski varanlegar heimildir úr 5,3% hluta aflaheimilda. Hverskonar trojuhest og gjörning er verið að fara að framkvæma hér…
Fordæmisgildið er all svakalegt og mun verða nýtt í dómstólum framtíðarinnar við hvert tækifæri. Rækjuveiðar og skelveiðar hafa bara ekkert með þorsk að gera. Hvað gerist svo þegar rækju og skelveiðar verða leyfðar aftur. Fá þá þessar útgerðir að veiða rækju og skel og sín 1400 varanlegu þorsktonn. Fordæmisgildið í þessum gjörningi er algjört.
Hvernig verður framhaldið ef aðrar veiðar verða bannaðar vegna aflabrests. Á þá að tæta þennan 5,3% pott niður í bætur handa hinum og þessum. Þjóðin á ekki vera bótaskild til útgerða bregðist veiði á fiskistofnum. Það er bara stórkostlega galið og alþingi á að girða fyrir það með lögum að þjóðfélagið sé á einhvernhátt bótaskilt þeim sem fá að stunda veiðar á Íslandsmiðum“ Segir Vigfús Formaður Hrollaugs