Landspítali er á neyðarstigi
1.539 kórónuveirusmit innanlands í gær og voru 52% þeirra í sóttkví við greiningu. 58 smit greindust virk á landamærunum í gær og voru 659 sýni greind alls. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Þar segir einnig að 11.744 séu í einangrun en engar tölur eru fáanlegar um hve margir eru í sóttkví. Er þar umtalsverðum breytingum á sóttkví, sem tóku gildi á miðnætti, líklega um að kenna.
Staðan kl. 9:00
37 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.
9.439 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 3.396 börn.
Covid sýktir starfsmenn Landspítala (í einangrun eða innlögn) eru 216. Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 375 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala. Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.