Krapaflóð féll á Patreksfirði – Enginn í hættu segir Víðir
Lítið krapaflóð féll á Patreksfirði í morgun. Ekkert stórfenglegt tjón varð að því er virðist en einhverjir bílar færðust til. Fjallað er ítarlega um flóðið hjá ríkisútvarpinu.
Þar kemur fram að krapaflóð hafi fallið á Patreksfirði um klukkan 10 í morgun. Flóðið er lítið. Ekkert stórfenglegt tjón varð eða eyðilegging en verið er að meta hvaða áhrif flóðið hafði, segir Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri í samtali við rúv.
Einhverjir bílar virðast hafa færst með flóðinu
Krapaflóð eru ekki algeng á Patreksfirði, segir Þórdís, en fyrir fáeinum dögum minntust bæjarbúar þess að 40 ár voru liðin síðan fjórir létust í krapaflóðum sem ollu mikilli eyðileggingu. Krapaflóðið í dag féll í sama farvegi og flóðið 1983. Mikill vatnsflaumur varð við hliðina á ráðhúsi bæjarins, segir Þórdís, en hann fer nú minnkandi. Viðbragðsaðilar eru að störfum, segir í fréttinni.
Stjórnstöð almannavarna hefur verið virkjuð en Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að enginn sé í hættu. Ekki sé þörf á rýmingu og ekki útlit fyrir frekari flóð.
Krapaflóðið féll fyrir 40 árum sem kostaði fjögur mannslíf og miklar skemmdir á húsum og mannvirkjum
https://gamli.frettatiminn.is/21/01/2023/vid-fengum-strakana-en-misstum-stelpuna-krapaflodin-a-patreksfirdi-1983/