Móðirin greinir frá þessu í athugasemdakerfi á Facebook síðu Morgunblaðsins sem deildi fréttum af atvikinu. Í athugasemdinni sem sjá má hér neðar í fréttinni má sjá að móðirin sé afar ósátt við fréttaflutning af málinu sem hún segir ekki vera réttan og segir móðirin í rærslu sinni meðal annars.
„mbl.is flytjið nú fréttirnar rétt. Þetta voru tveir tvítugir araba hælisleitendur! Dóttir mín er í þessum skóla og það var hættuástand í um tvo tíma þar sem nemendur voru læstir inni í stofunum sínum því ástandið þótti öruggara þar! Þessir svokölluðu menn hlutpu um ganga og hótuðu að skjóta nemendur!“
Móðirin segir þetta ekki vera í fyrsta sinn sem mennirnir ógni fólki eða beiti ofbeldi, ástandið sé orðið svo slæmt að fólk þori ekki að senda börn sín í skólann af ótta við mennina og greinir móðirin nánar frá því í færslunni:
„Sömu menn og vinir þeirra hafa ítrekað verið með alvarlegar árásir þ.á.m, hnífa og kylfur frá því skólinn hófst í haust! Þeir eru á vegum ríkisins þar sem sérstök kennsla fyrir hælisleitendur fer fram í FB! Ekki er um að ræða hefðbundna kennslu! Ástandið er orðið það slæmt að maður vill ekki lengur senda barnið sitt í skólann og er það nkl það sem verður gert eftir þetta“
