Hugleiðingar veðurfræðings
Það verður suðvestanátt 10-18 m/s með éljum næstu daga en úrkomuminna norðaustantil. Dregur stundum úr vindi í stuttan tíma en hvessir svo fljótlega aftur. Hiti nálægt frostmarki. Smálægðin sem olli snjóhríðinni í morgun á suðvesturhorninu er komin á norðvestanvert landið og fer norður af landinu seinnipartinn. Lægðin veldur enn hríðarveðri á norðanverðu landinu og þess vegna eru gular viðvaranir í gildi þar. Fólk á ferðinni er hvatt til þess að skoða vel ástand á vegunum áður lagt er af stað.
Suðvestanátt og éljaveður heldur áfram fram að mánudag, jafnvel með skafrenningi. Á mánudag er von á hlýnandi veðri með slyddu og rigningu, en aðfaranótt þriðjudags snýst aftur í suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri. Léttir til norðaustanlands. Spá gerð: 26.01.2024 14:58. Gildir til: 27.01.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 10-18 m/s og snjókoma eða él, en heldur hvassara í éljahríðum. Heldur hvassara og samfelldari snjókoma á norðanverðu landinu í fyrstu. Styttir upp á norðaustanverðu landinu seint í kvöld. Suðvestan 10-18 m/s á morgun en 15-20 sunnantil fram yfir hádegi. Áfram éljagangur sunnan- og vestantil á landinu, frost 0 til 7 stig. Dregur úr vindi annað kvöld. Spá gerð: 26.01.2024 15:41. Gildir til: 28.01.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og snjókoma eða él, en léttir til seinnipartinn norðaustantil. Hvessir um kvöldið. Frost 0 til 6 stig.
Á mánudag:
Sunnan og suðvestan 10-18 og rigning eða snjókoma, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 0 til 5 stig, en kólnar aftur vestantil með éljum um kvöldið.
Á þriðjudag:
Suðvestan 8-13 og él en 10-18 með slyddu eða snjókomu austast framan af degi. Léttir til norðaustantil síðdegis. Frost 0 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Breytileg átt, allvíða él og kólnandi veður.
Á fimmtudag:
Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp. Fer að snjóa síðdegis, fyrst sunnanlands. Víða snjókoma um kvöldið, en hlýnar með rigningu eða slyddu suðvestantil.
Spá gerð: 26.01.2024 09:20. Gildir til: 02.02.2024 12:00.