-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson nýr svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi. Hann tekur við starfinu af Eyjólfi Vilberg Gunnarssyni sem hefur tekið við sem forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka. Sigurgeir Sindri mun hefja störf hjá bankanum 1. apríl.  
Sigurgeir Sindri hefur verið starfandi formaður Bændasamtaka Íslands frá árinu 2013 ásamt því að reka bú sitt að Bakkakoti í Borgarbyggð. Hann hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum um landbúnað og matvælaframleiðslu. Má þar nefna verðlagsnefnd búvara, framkvæmdanefnd búvörusamninga, stjórn Matís ohf. og formennsku í Landssamtökum sauðfjárbænda. Einnig hefur Sigurgeir Sindri verið stjórnarformaður Hótels Sögu og í stjórn Bændahallarinnar ehf.
 Sigurgeir Sindri er búfræðingur að mennt, hefur stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og m.a. starfað sem stundakennari við bændadeild Landbúnaðarháskóla Íslands.