-1.2 C
Reykjavik
Þriðjudagur - 31. janúar 2023
Auglýsing

,,Rúss­land verður veik­ara og rest­in af heim­in­um sterk­ari“

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti sagði á blaðamanna­fundi hafa séð til þess að banda­ríski sjó­- og lands­herinn sem staðsett­ur er í Evr­ópu verði sendur aust­ar í álf­una til ríkja banda­manna Banda­ríkj­anna í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu. Banda­rískt herlið muni ekki „berj­ast í Úkraínu“, held­ur verja ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins.

,,Rúss­lands­for­seti hefur gert sig að „úr­hraki“ í alþjóðasam­fé­lag­inu“

Biden til­kynnti einnig að aukið herlið verði sent til Þýska­lands. Þá fór Biden ófögrum orðum um Pútin og sagði hann ekki hugsa í takt við það sem er að gerast í raunheimum og að hann væri ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. „Þetta mun veikja stöðu lands hans. Hann mun þurfa að taka afar, afar erfiða ákvörðun um hvort að hann eigi að halda áfram á þess­ari braut, í átt að ann­ars-flokks ríki,“ sagði Biden um Pútín.

Þá sagði Biden að hann muni ekki ræða frek­ar við Pútín í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar og að Rúss­lands­for­seti hafi gert sig að „úr­hraki“ í alþjóðasam­fé­lag­inu. „Ákvörðun Pútín um að ráðast í órétt­læt­an­legt stríð við Úkraínu mun gera það að verk­um að Rúss­land verður veik­ara og rest­in af heim­in­um sterk­ari,“ sagði Biden.

Rússar myrða almenna borgara í Úkraínu – Vörum við myndbandi