Unnið er nú að því hjá WOW Air að klára að breyta skuldum sem að á félaginu hvíla, í 49 prósenta hlut kröfuhafa í flugfélaginu. Með þeirri ráðstöfun er verið að afstýra gjaldþroti félagsins sem að hefði ella getað orðið. Enn er leitað að fleiri hluthöfum en fram hefur komið að u.þ.b. fimm milljarða vanti til rekstursins til þess að hann sigli lygnan sjó en rekstur félagsins tók skyndilega breytingum til hins verra á síustu misserum eftir að hafa skila góðri rekstrarniðurstöðu árin á undan.
Allt flug hjá flugfélaginu var með eðlilegum hætti í dag.
Umræða