,,Það furðulegasta í öllu þessu máli er það að íslenska ríkið er í fararbroddi í því að bregða fæti fyrir björgun WOW air“
Samkomulag hefur náðst við helstu kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé
Allir kröfuhafar WOW air, nema Isavia hafa samþykkt formlega að breyta u.þ.b. fimmtán milljarða króna kröfum sínum í 49 prósenta hlut í félaginu. Wow air segir í tilkynningu sem að félagið sendi frá sér í dag að samþykki kröfuhafanna sé mikilvægt skref í endurskipulagningu fyrirtækisins. En það er mikil vinna eftir í ferlinu.
,,WOW skuldar Isavia sem er í eigu íslenska ríkisins, rúma tvo milljarða króna og er Isavia eini kröfuhafinn gagnvart WOW air sem að stendur alfarið utan við samkomulagið og hefur þar með ekkert gert til þess að liðka fyrir því að WOW air færi ekki í gjaldþrot.
Það hefði haft gríðalega alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu og allt samfélagið á Íslandi ef að WOW air hefði farið í gjaldþrot og því vekur það mikla furðu hjá þeim sem að fylgst hafa náið með málinu að ríkisstjórnin hafi ekkert gert til þess að liðka fyrir málum. Þrátt fyrir yfirlýsingar um áhyggjur af málinu og hversu alvarlegt það væri, þá er mikið ósamræmi í orðum og gjörðum.
Það furðulegasta í öllu þessu máli er það að íslenska ríkið er í fararbroddi í því að bregða fæti fyrir björgun WOW air, á meðan að allir aðrir hafa gert sitt ítrasta til að bjarga félaginu.“ Sérfræðingur sem að ekki vill láta nafns síns getið segir að það sé af pólitískum ástæðum að ekkert hafi verið gert til þess að liðka fyrir málunum.
Íslenska ríkið hefði orðið af gríðarlegum skatttekjum sem og allur ferðaiðnaðurinn og samfélagið ef að WOW air hverfur af markaði en að e.t.v. ráði aðrir hagsmunir meiru. Þá hafi ríkisbankinn lánað Icelandair 10 milljarða á einu bretti á bestu hugsanlegu kjörum.“ segir sérfræðingurinn.