Lyfjarisarnir Pfizer og Biontech hafa byrjað að prófa Covid-19 bóluefni á börnum yngri en ellefu ára. „Í samstarfi við félaga okkar hjá Biontech höfum við sett fyrstu hópana saman af heilbrigðum börnum í tilraunaverkefni í alþjóðlegri rannsókn. Rannsaka á öryggi, aukaverkanir og ónæmisvaldandi áhrif vegna Pfizer-Biontech bóluefnis,“ sagði fyrirtækið Pfizer í yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar.
Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á clinicaltrials.gov er verkefnið gert til að prófa þrjú mismunandi stig bóluefnisskammta á börnum yngri en ellefu ára. Bóluefnisprófun á börnum á aldrinum 12 til 15 ára er þegar hafin.
Moderna og AstraZeneca gera nú þegar svipaðar bóluefnisprófanir á börnum. Johnson og Johnson ætla einnig að gera það sama.
Discussion about this post