-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

Spáð köldu veðri í vorveiðinni til að byrja með

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Ég ætla að byrja veiðina í Varmá, strax á fyrsta degi og það verður bara fjör, maður klæðir sig bara vel“ sagði Halldór Gunnarsson, en margir ætla að skella sér í veiði um leið og það má byrja þann 1.  apríl.

Veðurspáin er frekar kuldaleg fyrstu dagana, skítakuldi víða. En hvað stoppar veiðimenn þegar þeir eru komnir á fulla ferð? Fátt.

Það er víða hægt að veiða fyrir austan fjall, bæði í kringum Kirkjubæjarklaustur og víðar. Við heyrðum í öðrum veiðimanni sem ætlar einnig til veiða, strax á fyrsta degi og hann ætlaði að fara víða og veiða alla páskana og alveg fram í miðjan mánuð og á hverju degi. Honum er líka alveg sama hverning veðurfarið verður.

Menn og konur klæða sig bara vel og klæða kuldann af sér. Aðal málið er sleppa fisknum í vorveiðinni, menn hafa ekkert við þá að gera. Þeir koma aftur, flestir og svo strax næsta haust.

Mynd. Flottur birtingur kominn á land. Mynd Ómar