Vildu sökkva fyrrum björgunarskipi Vestfirðinga

María Júlía, – björgunarskip, varðskip, rannsóknaskip, vitaskip, fiskiskip og safnskip

Mynd af Maríu Júlíu (María Júlía) tekin út um brúarglugga af Páli Geirdal skipherra á Þór í morgun. Fjallað er um málið á vef Hollvina Maríu Júlíu. ,,Hún stendur sig vel í þessu og engu líkara en hún lægi öldurnar! Hún er núna útifyrir miðjum Húnaflóa 15-20 sm austur af Reykjafirði. Í gær var hún létt í togi ca 1 tonn á 4-5 hnútum og samsvarar það um 25-30 kW afli eða 30-40 hestöflum. Hún er enþá eins hraðskreið og hún var sögð vera. Það var farið um borð í morgun, lensað og farið yfir búnað og það verður farið um borð í vísitasíu um kvöldmatarleitið. Ferðin sækist vel.“

Verið er að und­ir­búa hið sögu­fræga skip Maríu Júlíu til þess að fara í viðgerð

„Í stuttu máli var verið að flytja hana á milli hafn­ar­kanta á Ísaf­irði og verið að búa hana und­ir flutn­ing til Ak­ur­eyr­ar í slipp í frumviðgerð þar,“ seg­ir Jón Sig­urpáls­son, talsmaður Holl­vina­sam­taka Maríu Júlíu, um aðgerðir gær­dags­ins í sam­tali við Morg­un­blaðið. Skipið verður svo dregið til Ak­ur­eyr­ar eft­ir helgi um leið og veður leyf­ir. Jón seg­ist fagna tíma­mót­un­um. Þetta er orðið rúm­lega 20 ára bar­átta,“ seg­ir Jón. Hann seg­ist vona að skipið muni nýt­ast öll­um lands­mönn­um, hvaða til­gangi sem það muni þjóna eft­ir að það verði lagað. Aðal­atriðið er að bjarga þess­um menn­ing­ar­verðmæt­um. María Júlía var um ára­bil í þjón­ustu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, eða til árs­ins 1963.“ Segir Jón Sigurpálsson í viðtali við mbl.is í dag.

Talið er að áhafnir skipsins hafi bjargað um tvö þúsund manns

María Júlía er fyrrverandi varðskip og björgunarskip sem Landhelgisgæslan notaði frá 1950 til 1969. Skipið var smíðað úr eik í Frederikssund í Danmörku og var heildarkostnaður 1,5 milljónir króna en um 300.000 af þeirri upphæð voru framlög frá slysavarnardeildum á Vestfjörðum. Skipið var nefnt í höfuðið á Maríu Júlíu Gísladóttur frá Ísafirði sem gaf árið 1937 verulegt fjármagn til smíði björgunarskips. Í skipinu var sérútbúin rannsóknarstofa fyrir fiskifræðinga og fyrir sjómælingar. Skipið var því fyrsti vísir að hafrannsóknarskipi á Íslandi.

                               María Júlía er 137 tonn, 27,5 metrar á lengd og 3,25 metrar á dýpt

Árið 1969 seldi Landhelgisgæslan skipið sem var næstu ár notað sem fiskiskip og gert út frá Patreksfirði og Tálknafirði. Til stóð að selja það til Suður-Afríku en árið 2003 keyptu Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti og Byggðasafn Vestfjarða skipið með það fyrir augum að gera upp og reka sem safnskip sem gæti siglt milli staða á Vestfjörðum. Árið 2006 var skipið flutt til Patreksfjarðar til viðgerða og árið eftir til Bolungarvíkur og síðan til Þingeyrar. Viðgerð á skipinu hefur staðið yfir síðan.

Árið 2018 lagði formaður skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar, Sigurður J. Hreinsson, til að skipinu yrði sökkt á litlu dýpi þar sem það væri aðgengilegt fyrir sportkafara.

Vildu sökkva fyrrum björgunarskipi Vestfirðinga

Formaður skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarfulltrúi Í-listans í Ísafjarðarbæ leggur til að sótt verði um leyfi fyrir því að sökkva fyrrum varðskipi og björgunarskipi Vestfirðinga, Maríu Júlíu. Skipið hefur grotnað niður í Ísafjarðarhöfn undanfarin ár en ekki hefur fengist fjármagn til endurbóta á því.

Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, sótti um leyfi til skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar um að draga bátinn upp í fjöru við gamla slippinn á Suðurtanga. Jón sagði í viðtali við rúv.is, það vera neyðarúrræði sem sé þó ekki alveg óþekkt. Þá er tréskipið grafið niður í sjávarkamb þannig að það fljóti að skipinu tvisvar í mánuði á stórstraumsflóði. Þannig sé rakanum í viðnum viðhaldið. Í fjörunni væri jafnframt hægt að sinna endurbótum á skipinu. Skipulags- og mannvirkjanefnd telur það hins vegar ekki vera lausn á þeim vanda sem blasir við og telur hættu á því að skipið haldi áfram að grotna niður í fjörunni og hvetur stjórn Byggðasafnsins til að finna ásættanlegri framtíðarlausn.

Fjallað var ítarlega um björgunarskipið Maríu Júlíu í Fréttablaðinu fyrir tveimur árum og þar kemur fram að skipið eigi sér merka sögu björgunarafreka og þjónaði Landhelgisgæslunni vel í fyrsta þorskastríðinu. Nú liggi það grotnandi við Ísafjarðarhöfn með leka. Stefnt sé á að koma því til Húsavíkur í yfirhalningu.

,,Hreyfing er komin á mál björgunarskipsins Maríu Júlíu BA 36 sem legið hefur grotnandi við Ísafjarðarhöfn í sextán ár. Lengi hefur verið barist fyrir að fá fjármagn til að gera skipið upp en ekkert gengið.

Nú stefna sveitarfélög á Vestfjörðum og Norðurþing að því að koma skipinu til Húsavíkur í slipp þar sem það yrði í einhver ár á meðan á enduruppbyggingu stendur. Skipinu yrði síðan siglt vestur þegar það væri tilbúið en það er í eigu Byggðasafns Vestfjarða á Ísafirði og safnsins að Hnjóti á Patreksfirði. Afla þarf fjárstuðnings ríkisins til þess að verkefnið gangi eftir en einnig mun sjálfsaflafé koma til.

Málefni Maríu Júlíu eru að verða aðkallandi því skipið er orðið mjög illa farið og lekt. „Hafnarstjórn hefur sagt að skipið verði að fara úr höfninni vegna ástands þess,“ segir Jóna Símónía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins. „Það hefur lekið lengi og alltaf hætta á að það sökkvi.“

María Júlía var smíðuð í Freder­iks­sund í Danmörku árið 1950 og var björgunarskip á Vestfjörðum í nærri 20 ár. Hún er 137 brúttó­smálestir að stærð og 27,5 metrar að lengd. Skipið var í þjónustu Landhelgisgæslunnar og var notað við björgun 2.000 mannslífa.

Meðal þeirra björgunaraðgerða sem María Júlía var nýtt til var þegar vélbáturinn Már frá Vestmannaeyjum sökk við Selvog skömmu fyrir jólin 1955. Skotið var línu yfir til bátsins og bjargaðist öll sjö manna áhöfnin naumlega, rétt áður en bátnum hvolfdi.

Ekki enduðu allar aðgerðirnar jafn vel. Til að mynda þegar áhöfn Maríu Júlíu kom að bátnum Bangsa í janúar árið 1952 í svartabyl. Skrúfan var ónýt og báturinn að tætast í sundur í brotsjónum. Náðist að bjarga þremur skipverjum rétt áður en hafið gleypti Bangsa en tveir menn voru þá þegar horfnir.

María Júlía gegndi einnig mikilvægu hlutverki í fyrsta þorskastríðinu árin 1958 til 1961 sem varðbátur í baráttunni við Breta. Í september 1958 mátti litlu muna að illa færi þegar breski tundurspillirinn Hogue stímdi að Maríu Júlíu en áhöfn hennar var þá að stöðva veiðar breska togarans Northern Foam.

Var Maríu Júlíu komið fimlega undan en tundurspillinum keyrt inn í togarann með miklu offorsi svo að bakborðshliðin, þilfarið og björgunarbátur hans fór allur í skrall og minnstu munaði að hann færi á hliðina. Þetta var ekki eini hasarinn sem María Júlía lenti í í stríðinu.

Milli björgunaraðgerða og stríðsbrölts var María Júlía notuð við hafrannsóknir, meðal annars við Færeyjar.

Árið 1968 var skipið selt útgerðarmönnum og nýtt til fiskveiða á Patreksfirði og Tálknafirði til ársins 2003 þegar skipinu var loks lagt. Jóna segir að söfnin tvö hafi keypt skipið með það fyrir augum að gera það upp, en fé hafi ekki fengist til þess. Talið hefur verið að kostnaðurinn sé á bilinu 300 til 500 milljónir króna. „Þetta er mjög merkilegt skip, bæði fyrir sögu Vestfjarða og landsins alls. Við höfum ekki setið auðum höndum í þessi sextán ár heldur mikið barist fyrir því að skipið verði gert upp,“ segir Jóna í viðtali við blaðið.

Líkan af varðskipinu  María Júlía  smíðað af Grími Karlssyni – Byggðasafn Reykjanesbæjar

María Júlía var smíðuð í Danmörku  árið 1950 úr eik. 138 brl. 470 ha. Patters díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands, Reykjavík, frá 25. mars 1950. Skipið var selt 15. febrúar 1969 Skildi h/f, Patreksfirði, skipið hét María Júlía BA 36. Skipið var endurmælt 1969 og mældist þá 105 brl. 1972 var sett í skipið 580 ha. Cummings díesel vél. 1975 fór fram á skipinu stórviðgerð, var endurmælt og mældist þá 108 brl. 21. maí 1982 var skráður eigandi Vaskur h/f, Tálknafirði. Selt 23. janúar 1985 Þórsbergi h/f, Tálknafirði. Skipið er skráð á Tálknafirði 1988.

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

María Júlía var smíðuð í Danmörku árið 1950. 138 brt. 470 ha. Patters díesel vél. Smíðuð sem björgunarskúta Vestfjarða. Eigandi var Ríkissjóður Íslands frá 25. mars 1950. Eigandi var Skjöldur h/f, Patreksfirði, frá 15. febrúar 1969. Eigandi var Vaskur h/f, Tálknafirði, frá 30. júní 1983. María Júlía var björgunar- og varðskip. Tók þátt í öllum þorskastríðunum. Var eitt af fyrstu skipum íslenska ríkisins til að stunda hafrannsóknir á vegum Hafró. Stundaði síðan siglingar með ísvarinn fisk til Englands, aðallega afla annarra en einnig eigin. Stundaði fiskveiðar frá Tálknafirði í áratugi.

Grímur Karlsson

Höskuldur Skarphéðinsson hóf feril sinn sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni á varðskipinu Maríu Júlíu. Þetta happaskip er enn á sjó og gert út frá Tálknafirði.  Á hverju sumri fyrr á árum fór skip frá Landhelgisgæslunni til haf- og fiskirannsókna á Íslandsmiðum. Fiskifræðingarnir Jón Jónsson og Aðalsteinn Sigurðsson störfuðu um borð í Maríu Júlíu upp úr 1960.

 

Umræða

Hæ!

Login to your account below

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Add New Playlist

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?