Bill Cosby, leikarinn frægi, hefur verið dæmdur fyrir nauðgun
Cosby var dæmdur fyrir að nauðga ungri konu á heimili sínu fyrir 14 árum og hlaut fyrir 10 ára fangelsisdóm. Hann neitaði sök en hann hefur neitað öllum þeim ásökunm sem hafa verið á hann bornar og nú eru tugir kvenna að hefja málsóknir gegn leikaranum.
Þetta var ekki niðurstaðan sem Cosby eða lögmaður hans átu von á, en það var svar þeirra við spurningum fréttamanna. En í Ameríku hafa verið fyrirsagnir í fjölmiðlum á borð við ,,Er faðir Ameríku virkilega raðnauðagari sem að byrlar konum ólyfjan og nauðgar þeim svo?“
Í kviðdómi, sjö manna og fimm kvenna var svarið einróma já, að Cosby væri sekur. Ákærurnar sem eru nú þrjá að tölu og snúa að ofbeldisfullum árásum hans, gætu þýtt 10 ára fangelsi fyrir hvern dóm eða samtals 30 ára dóm, reynist hann sekur í þessum þremur ákærum sem að nú liggja fyrir. Hann neitaði ákærunum og hélt því fram að t.d. hefði kynferðislegir atburðir með Constand verið eðlilegir og ekki nauðgun. Hann bendir á að 80 ára maður sem að settur sé í fangelsi sé eins og hver annar dauðadómur yfir honum.
En ljóst er að mun fleiri konur bíða þess að fara með mál sín gegn Cosby fyrir dómstóla og mun það gerast á næstu mánuðum og árum.
Kviðdómurinn dvaldi á hóteli og heyrði ekki af því að fleiri mál væru að fara af stað gegn Cosby frá tugum kvenna. Cosby heldur því enn fram að þessar árásir á sig séu af pólitískum toga en það hefur hann gert frá upphafi.
Hann hefur jafnframt neitað að hafa verið á staðnum sem að nauðganir eiga að hafa átt sér stað. Tom Mersereau, lögaður sagði að dómnum yrði áfrýjað.
Mótmælendur söfnuðust saman og hrópuðu að Cosby og kölluðu hann nauðgara.