Á nýju ári hófst birting á kostnaði þingmanna og ráðherra á Alþingi á sérstakri síðu sem að hýsir upplýsingarnar. Upphaf opinberrar skráningar má rekja til þess tíma er kom í ljós að einstaka þingmenn voru með akstursreikninga upp á margar milljónir á ári.
Athygli vekur að sumir þingmenn eru með fleiri hundruð þúsund krónur í svokallaðan “annan kostnað“ á meðan að margir eru ekki með neitt eða frá 0 krónum til 80.000 kr.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skipar 1.sætið í liðnum mánuði þegar að kemur að kostnaði þingmanna á Alþingi, með 703.889 krónur í “annan kostnað“ og 246.126 krónur í fastan kostnað eða samtals 950.015 krónur í kostnað á mánuði.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skipar 2.sætið með 615.182 krónur í “annan kostnað“ s.l. mánuð. En hún er skráð með 70.000 krónur í fastan kostnað sem er lægra en hjá mörgum öðrum en hér er aðeins verið að fara yfir liðinn sem að fellur undir annan kostnað og þar skipar Áslaug 2. sætið.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar skipar 3.sætið með 602.139 krónur í “annan kostnað“ og að auki 252.913 krónur í fastan kostnað eða 855.052 krónur á mánuði.
Aðrir þingmenn eru allir með undir 600.000 krónum í annan kostnað. En hægt er að skoða listann hér að neðan í heild sinni.
Átta þingmenn eru samtals með yfir 500.000 kr. í annan kostnað, þar af þrír með yfir 600.000 kr. sem að er skilgreindur kostnaður vegna ferða innan og utanlands, síma- og starfskostnaður skv. reikingum.
Greidd laun og kostnaður
Upplýsingarnar í töflunni miðast við mars 2018. Eingöngu eru sýndar greiðslur frá Alþingi. Ráðherrar fá að auki launagreiðslu frá viðkomandi ráðuneyti.
Fastar mánaðarlegar launagreiðslur eru þingfararkaup og álag á það. Fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur eru húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur, fastur starfskostnaður og fastur ferðakostnaður. Annar kostnaður er m.a. kostnaður vegna ferða innan og utan lands, símakostnaður og starfskostnaður skv. reikingum.
https://gamli.frettatiminn.is/2018/15/02/rikid-greidir-meira-en-milljard-erlendan-ferdakostnad-dagpeningar-allt-ad-100-000-kr/