3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Grunaður um ölv­un á hest­baki

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Tilkynnt var um slys í Mos­fells­bæ rétt fyr­ir klukk­an átta í gær­kvöld, maður datt af hesti. Maðurinn kenndi eymsla í baki og var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild. Maðurinn er grunaður um  ölvunarakstur, “Stjórnað eða reynt að stjórna  hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi lyfja“. En maður­inn er grunaður um að hafa reynt að stjórna hest­in­um und­ir áhrif­um áfeng­is.
Um klukk­an níu í gær­kvöldi var bif­reið stöðvuð á Suður­lands­braut. Ökumaður­inn var hand­tek­inn grunaður um sölu eða dreif­ingu fíkni­efna og var hann vistaður fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.