Í þjóðfélögum sem einstaklingar eru beittir beinum eða óbeinum hótunum af vinnuveitendum, fjölmiðlafulltrúum fyrirtækja, hagsmunasamtökum og jafnvel úthúðað í kommentakerfum, kýs fólk að þegja.
Ógnarstjórnunin er allt umlykjandi, lævís og ógeðsleg með sinni spillingu. Það er erfitt að tala upphátt og segja það sem manni finnst. Eitt óvarlegt orð gæti endað í eyrum mannsins sem gæti tekið þig niður. Fólk lækkar róminn, dregur sig í hlé og því líður illa, líður illa yfir því að geta ekki tjáð sig án þess að hafa það í hættu að missa viðurværi sitt. Þessu verður að breyta áður en það er of seint.
Lögum kvótakerfið hinn óþrjótandi spillingarbrunn, stoppum hringamyndanir fyrirtækja og útrýmum fákeppni. Gerum valdníðslu aftur refsiverða hvort sem um er að ræða fyrirtæki og eigendur þeirra eða opinbera embættismenn. Þetta gengur ekki lengur.
.
Í þjóðfélögum sem einstaklingar eru beittir beinum eða óbeinum hótunum af vinnuveitendum, fjölmiðlafulltrúum fyrirtækja,…
Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Sunday, 25 April 2021
Umræða