Örþreyttir Reykvíkingar á leið heim úr vinnu þekkja hinar endalausu bílaraðir er sniglast um götur borgarinnar. Sá er þetta ritar ræddi eitt sinn við kínverskan viðskiptafulltrúa um þennan umferðarvanda borgarinnar. “Já það er einkennilegt að upplifa þetta. Í Kína telst einnar milljónar íbúa borg nánast smáborg”
Stórborg?
Kínverjinn sagði það ekki berum orðum en í raun var hann að furða sig á þeim umferðarteppum er einkenna “Reyjavíkurborg”
En forkólfar borgarinnar hafa fundið lausn á þessum vanda. Þeir ætla að troða hér ofan í stofnbrautir “borgarinnar” einskonar “ járnbrautarlest” á gúmmídekkjum”. Við þennan gjörning eiga bílarnir er ríflega 90% borgarbúa kjósa sem fararkost væntanlega að komast hraðar yfir. Undirrtaður þorir ekki að segja viðskiptafulltrúanum frá þessum gjörningi”
Umræða