Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í viðtali við rúv.is að samstaða sé innan ríkisstjórnarflokkanna um fullan stuðning við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Íslandsbankamálinu.
Ekki hafi verið rætti um bankasöluna á ríkisstjórnarfundi. Hún segir að skoða þurfi tiltekna hluti eins og aðkomu söluaðila sjálfra að útboðinu, meðferð innherjaupplýsinga, skilgreiningar á hæfum fjárfestum og svo gagnsæi en um það síðarnefnda hafi hún gert athugasemdir við. Aðspurð um hvort sama traust ríki nú eftir bankasöluna eins og fyrir? Sagði Katrín „Já, það ríkir fullt traust á milli okkar“
Umræða