Vill byggja upp nýjar Sameinuðu þjóðir á Íslandi
Umræðuþáttur um framboð til forseta Íslands í beinni: Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson voru gestir Pallborðsins frá því klukkan 14 í dag, í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Ásdís Rán minnti á það að hún sé „kona með kjark“. „Ég held bara að ég hafi fengið alveg rosalega góða þjálfun erlendis, ég hef verið í hálfgerðu ambassador-starfi, og hef verið að kynna land og þjóð út um allan heim í viðtölum. Já, ég held að ég sé mjög hæf að taka að mér þetta starf.
Ég hef alltaf stutt lýðræðið og almenn mannréttindi. Það er áríðandi að forsetinn geti staðið upp þegar á móti blæs og taka ákvarðanir fyrir þjóðina.“ Sagði Ásdís Rán.
Ef við grípum ekki í taumana þá verðum við fyrir kjarnorkusprengju frá Rússum
Ástþór segir hafa spáð fyrir um 9/11. ,,Árið 2016 í kosningasjónvarpi RÚV spáði ég því að við yrðum komin í stríð við Rússa. Og núna erum við komin í stríð við Rússa.
Ef við grípum ekki í taumana þá verðum við fyrir kjarnorkusprengju frá Rússum. Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því hvað er að gerast.“
Hann vill verða forseti því þá geti hann farið til Moskvu og komið á friðarviðræðum og vill byggja upp nýjar Sameinuðu þjóðir á Íslandi.
Arnar Þór er trúaður maður
,,Ég er trúaður maður, kristinn maður. Gefur mér styrkt til að komast í gegnum ýmsa skafla á lífsleiðinni, segir Arnar Þór.
,,Það er mikilvægt að við höldum á lofti þeim gildum sem í rauninni hafa mótað þennan sið á Íslandi í 1000 ár, lögin eru mótuð af kristnum gildum. Það er talað um þetta í stjórnarskránni.
Ég hef sagt það á þessum fundum víðsvegar um landið, fyrsta embættisverk mitt væri að setja kross á Bessastaðakirkju. Krossinn þarf að minna okkur á það að vera jarðtenging við jörðina.“