Samfylkingin tapar í Reykjavík
Ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa/líklegast kjósa? Þannig hljómar spurning Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavík úr net- og símakönnun sem Gallup gerði dagana 22.– 25. maí s.l. Heildarúrtaksstærð var 2.215 manns 18 ára eða eldri með lögheimili í Reykjavík.
Skv. henni er Samfylkingin ekki lengur með mesta fylgið í borginni og tapar fyrir Sjálfstæðisflokknum en það er samt mjótt á munum í þessari könnun. E.t.v. eru tölurnar þar nærri lagi en svo þarf líka að hafa það á bak við eyrað að yfirleitt fær Sjálfstæðisflokkurinn betri kosniningu en kannanir gefa til kynna.
Ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa/líklegast kjósa?
Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna í Reykjavík eru úr net- og símakönnun sem Gallup gerði dagana 22. – 25. maí 2018.
Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup, en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr Þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 2.215 manns 18 ára eða eldri með lögheimili í Reykjavík. Þátttökuhlutfall var 57,7%.
Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: „Ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“
Discussion about this post