Hugleiðingar veðurfræðings
Allkröpp lægð hreyfist þvert norðaustur yfir landið í dag, en lægðinni fylgir óstöðugt loft með skúradembum eða rigningu og strekkingsvestanvindum, einkum á Suðausturlandi. Dregur þó heldur úr vindi og úrkomu upp úr hádegi, en suðvestlægari og skúraleiðingar með kvöldinu. Hitatölur frekar í lægri kantinum, mest 13 stig suðaustan til.
Næsta lægð er í farvatninu, en hún myndast úr lægðardragi, sem nálgast Hvarf, en tekur síðan stefnuna norðaustur yfir Grænlandshaf. Í fyrramálið verður farið að ringa eða súlda á suður- og vesturhluta landsins og bætir í vætuna þegar líður á daginn. Austan til helst þó þurrt að kalla og þar hlýnar heldur betur, með hita að 16 stigum þegar best lætur. Útlitið fram yfir helgi er tvískipt: votviðrasamt á suðurhelmingnum, en þurrt að mestu og hlýtt fyrir norðan.
Veðuryfirlit
250 km N af Jan Mayen er 991 mb lægð á hreyfingu N og frá hennir liggur lægðardrag til S að Íslandi. Yfir S-Bretlandi er 1037 mb hæð á sem mjakast NV. Við Baffinslandi er 987 mb lægð sem þokast ASA. Samantekt gerð: 26.05.2020 07:33.
Veðurhorfur á landinu
Vestan og norðvestan 8-13 m/s og skúrir eða rigning. Hægari og minnkandi skúrir upp úr hádegi, suðvestlægari og skúraleiðingar í kvöld, en léttir til fyrir austan. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast suðaustantil. Suðvestan 8-15 m/s og rigning með köflum sunnan- og vestantil, en annars stöku skúr. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast austanlands.
Spá gerð: 26.05.2020 10:11. Gildir til: 28.05.2020 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vestlæg átt, 5-10 m/s og stöku skúr. Snýst í suðvestan 5-10 í kvöld, en 8-13 á morgun. Skúraleiðingar í kvöld og nótt, en rigning með köflum á morgun. Hiti 5 til 9 stig.
Spá gerð: 26.05.2020 10:14. Gildir til: 28.05.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil rigning eða súld, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á föstudag:
Suðaustlæg átt, 8-15 m/s og rigning eða súld, en bjartviðrið norðaustanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Á laugardag:
Sunnan 5-13 m/s og rigning með köflum, en yfirleitt léttskýjað norðaustanlands og áframhaldandi hlýindi.
Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir í öllum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Á mánudag (annar í hvítasunnu):
Líklega hæg suðlæg átt og þurrt að kalla. Hlýtt í veðri.