Um 20 stiga hiti er nú í Eyjafirði og tæpar 19 gráður á Sauðárkróki en í Eyjafirði mældust mest 19,4 stiga hiti á síðustu klukkustund. Næst hlýjast er á Sauðárkróki, 18,7 gráður og heilar 18,4 gráður eru í Ásbyrgi
Hugleiðingar veðurfræðings
Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt í dag, en 8-13 m/s sunnantil á landinu. Víða bjart veður, en það verður skýjað af og til við suður- og vesturströndina. Hiti á bilinu 7 til 16 stig yfir daginn, hlýjast inn til landsins. Svipað veður á morgun, en þó ætti heldur að létta til á suðvesturlandi, og einnig má búast við þokulofti við norðvesturströndina. Það hvessir annað kvöld, og á föstudag er útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með vætu um landið sunnanvert, en áframhaldandi bjartviðri fyrir norðan.
Veðuryfirlit
700 km SA af Hvarfi er 989 mb lægð sem þokast N, en skammt SA af Jan Mayen er 1034 mb hæð sem fer hægt S. 600 km V af Hvarfi er 978 mb lægð á ASA-leið og grynnist.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 8-13 m/s um suðvestanvert landið og skýjað með köflum. Hægari breytileg átt og yfirleitt léttskýjað annarsstaðar. Hiti víða 8 til 13 stig að deginum, en að 18 stigum í innsveitum norðanlands. Gengur í austan 13-18 m/s og með lítilsháttar vætu við suðurströndina annað kvöld.
Spá gerð: 26.05.2021 13:50. Gildir til: 28.05.2021 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 8-13 m/s og skýjað með köflum, en 3-8 m/s og bjart að mestu á morgun. Hiti 8 til 13 stig yfir daginn. Gengur í suðaustan 8-13 m/s seint annað kvöld.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðaustan 13-20, hvassst með suðurströndinnni og dálítil rigining um sunnanvert landið. Hiti 7 til 12 stig. Heldur hægari vindur og bjart veður norðanlands með hita að 18 stigum.
Á laugardag:
Sunnan 8-13 og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt norðantil á landinu. Hiti 6 til 11 stig, en að 17 stigum fyrir norðan. Suðaustan 13-18 m/s suðvestanlands um kvöldið.
Á sunnudag:
Suðvestan 8-15 m/s, skúrir og hiti 5 til 10 stig, en víða bjartviðri á norðaustantil á landinu með hita að 16 stigum.
Á mánudag:
Suðvestan og sunnan átt með skúrum en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt og skúrir í flestum landshlutum. Hiti víða 7 til 12 stig.
Spá gerð: 26.05.2021 08:29. Gildir til: 02.06.2021 12:00.