Hugleiðingar veðurfræðings
Lægð suðvestur í hafi nálgast og það rignir frá henni í dag, en síðdegis verður úrkomulítið norðaustanlands. Í kvöld fer lægðin norðaustur yfir land og í kjölfarið fylgir nokkuð hvöss vestan- og suðvestanátt.
Í nótt verður vindur norðlægari og það kólnar með slyddu eða rigningu norðan heiða. Gengur í norðvestan storm suðaustan- og austantil á landinu í fyrramálið, en á morgun lægir smám saman og léttir til, fyrst um landið vestanvert. Spá gerð: 26.05.2023 06:34. Gildir til: 27.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi sunnanátt, 8-15 m/s síðdegis. Rigning, einkum um vestanvert landið en úrkomulítið norðaustantil síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Vestlæg átt 10-18 í kvöld, hvassast sunnan- og vestanlands. Norðvestan 10-18 m/s í fyrramálið, en 15-25 suðaustan- og austantil. Slydda eða rigning norðanlands, annars úrkomulítið. Styttir upp eftir hádegi og dregur talsvert úr vindi. Vestan 5-13 seint á morgun, en norðvestan 10-15 austast. Hiti 2 til 12 stig, mildast á Suðausturlandi. Spá gerð: 26.05.2023 04:03. Gildir til: 27.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðvestan 8-15 m/s um morguninn, en 15-25 suðaustan- og austantil. Slydda eða rigning norðanlands, annars úrkomulítið. Styttir upp eftir hádegi og dregur talsvert úr vindi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Suðvestan 8-15 og rigning vestantil, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Hlýnandi veður.
Á mánudag (annar í hvítasunnu) og þriðjudag:
Suðvestanátt og súld eða rigning með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart austanlands. Hiti 9 til 20 stig, hlýjast eystra.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar smáskúrir. Hiti 8 til 16 stig, mildast á Suðausturlandi.
Á fimmtudag:
Vestanátt og víða léttskýjað, en skýjað vestanlands. Fremur hlýtt.
Spá gerð: 25.05.2023 20:32. Gildir til: 01.06.2023 12:00.