Listmaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, Odee, sendi frá sér yfirlýsingu um að Samherji hafi dregið hann fyrir enska dómstóla vegna listræns gjörnings sem hann framdi sem gekk út á vefsíða var send í loftið og látin út eins og hún væri tengd Samherja. Á síðunni var yfirlýsing þar sem stóð stórum stöfum We’re Sorry, eða Við biðjumst afsökunar.
Var þar látið líta út fyrir að Samherji væri að biðjast afsökunar á aðild að spillingarmálum fyrirtækisins í Namibíu. Odee hefur játað að hafa falsaða afsökunarbeiðnina og að hún væri hluti af lokaverkefni hans við Listháskólann og nú tilkynnir hann að Samherji hafi fengið dómara til að taka síðuna af netinu.
Í tilkynningu sem Odee sendi á fjölmiðla í morgun segir að Samherji hefði fengið úrskurðað lögbann þann 19. maí. Tilkynningin er á ensku en í íslenskri þýðingi segir: „Þann 19. maí, með mjög stuttum fyrirvara, fékk Samherji úrskurðað bráðabirgðalögbann á hendur mér fyrir enskum dómstólum. Ég var ekki í skýrslutökunni og fékk ekki að færa rök fyrir mínu máli. Það þarf að bíða frekari skýrslutöku.“
Odee segir enn fremur að hann eigi ekki annarra kosta völ en að samþykkja úrskurðinn og taka niður vefsíðuna sem sýndi list hans. Hann telur þetta alvarlega aðför að tjáningarfrelsinu og kveðst íhuga að leita réttar síns vegna lögbannsins.
„Ég tel að aðgerðir Samherja séu merki um beina ritskoðun á verki mínu We’re Sorry og þær hafa töluverð áhrif á boðskap þess.“
Odee segir að listaverkið varpi ljósi á ábyrgð Íslands gagnvart Namibíu. Samherji sé í hættu á að skemma orðspor Íslands vegna meints skattaundanskots og fjármálaglæpa.