Góð veiði hefur verið í Þingvallavatni í allt sumar og menn tala um að aldrei hafi vatnið gefið meira en undanfarnar vikur. Menn hafa verið að setja í nokkra fiska í veiðitúrum í allt sumar. Veiðikortið sem að veitir aðgang að vatninu í landi þjóðgarðsins, birti fréttir af vatninu á vef sínum.
,,Þingvallavatn hefur aldeilis verið að standa fyrir sínu en afbragðs bleikjuveiði hefur verið í vatninu í sumar. Fjölmargir veiðimenn hafa upplifað sannkölluð ævintýri við vatnin en þó fáir sem hafa lent í öðru eins ævintýri og Jakob Sindir upplifði í þjóðgarðinum í gær.
Jakob Sindri, ásamt veiðifélag sínum Knut Paasche skruppu í veiði með stuttum fyrirvara og ákváðu þeir að reyna við bleikjuna í Þingvallavatni. Þegar þeir komu þangað var vatnið spegilslétt og mikil fluga á sveimi. Þeir byrjuðu á því að rölta út að Nautatanga og sáu þar vænar bleikjur alveg við landið á leiðinni og köstu þeir að þeim. Eftir að hafa reynt við bleikjurnar án árangurs kíkti Jakob Sindri á næsta tanga.Þar sá hann einnig vænar bleikjur við landið og örlítið utan sá hann glitta í miklu stærri fisk sem hann reiknaði með að væri rígvæn bleikja. Hann kastaði yfir fiskinn og stippaði löturhægt. Um leið og flugan fór yfir fiskinn tók hann og rauk lengt út á vatn. Eftir hálftíma átök þar sem fjarkinn fékk heldur betur að finna fyrir því tókst honum með aðstoð veiðifélagans að landa 87 sm urriðahæng. Hann hvíldi sig í dágóða stund áður en hann kvaddi og fór aftur út í dýpið frelsinu feginn.
Þeir félagarnir reyndu meira við bleikjurnar á Nautatanga en þær voru ekki í tökustuði og litu ekki við neinu agni. Þeir færðu sig að Vellankötlu þar sem einnig var allt fullt af bleikju. Í þriðja kasti tók væn 55 sm bleikja sem tók grannan peacock á grubber öngli.