Hugleiðingar veðurfræðings
Suðaustlæg eða breytileg átt í dag, víða 3-10 m/s og skúrir, en norðaustantil á landinu verður lengst af þurrt og bjart veður. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast Austanlands. Síðustu vikur hafa suðlægar áttir verið ríkjandi með þurru og hlýju veðri á norðaustanverðu landinu, en á morgun kveður við annan tón. Lægð nálgast þá landið úr suðaustri og henni fylgir norðaustan gola eða kaldi með rigningu eða súld á köflum víða um land, en úrkoman verður því sem næst samfelld á Austurlandi. Suðvestantil á landinu verður hins vegar þurrt að mestu og sólin gæti látið sjá sig af og til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir í dag, en lengst af þurrt og bjart NA-til. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast á A-landi. Norðaustan 5-13 og rigning eða súld með köflum á morgun, en samfelldari úrkoma A-lands, og þurrt að kalla SV-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-landi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-10, súld eða dálítil rigning með köflum og hiti 7 til 14 stig. Bjartviðri um suðvestanvert landið og hiti 13 til 19 stig yfir daginn
Á fimmtudag:
Norðlæg átt 5-13 og bjart með köflum um landið sunnanvert. Áfram dálítil væta á Norður- og Austurlandi, en styttir upp þar seinnipartinn. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast Sunnanlands.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Stöku síðdegisskúrir sunnantil. Hiti 10 til 19 stig, en heldur svalara fyrir norðan.
Spá gerð: 26.07.2021 07:27. Gildir til: 02.08.2021 12:00.