Hugleiðingar veðurfræðings
Allmikil lægð suður í hafi veldur allhvössum austanvindi allra syðst en annars hægari vindur. Skýjað að mestu, en þokuloft eða súld úti við norður- og austurströndina og skúrir inn til landsins. Rigning með köflum suðaustanlands. Léttir til á Suðurlandi, Vesturlandi og jafnvel í innsveitum á Norðvesturlandi í nótt og bjartviðri þar á morgun. Fremur svalt á Austurlandi og á annesjum norðanlands en allt að 18 stiga hiti að deginum suðvestanlands.
Ákveðnar austan- og norðaustanáttir fimmtudag og föstudag, en lægir um helgina. Skýjað með köflum og úrkomulítið og áfram milt veður. Spá gerð: 26.07.2023 05:55. Gildir til: 27.07.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austan- og norðaustanátt, víða á bilinu 5-13 m/s. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar dálítil væta, en léttir til um landið suðvestanvert í kvöld og bjartviðri þar á morgun. Hiti frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 17 stig á Suðvesturlandi.
Spá gerð: 26.07.2023 10:16. Gildir til: 28.07.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, hiti 7 til 12 stig. Bjartviðri í suðvesturfjórðungi landsins með hita að 19 stigum.
Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum á landinu og skúrir á stöku stað síðdegis. Hiti víða 12 til 17 stig að deginum.
Spá gerð: 26.07.2023 09:27. Gildir til: 02.08.2023 12:00.