• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 24. september 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi og áfram rólegt veður

ritstjorn by ritstjorn
26. ágúst 2020
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Hugleiðingar veðurfræðings

Það er áfram mjög rólegt veður í vændum í dag. Vindur hægur og áttin vestlæg eða breytileg. Eilítið ákveðnari vindur á morgun, þá má búast við vestan 5-10 m/s, sem telst nú reyndar ekki mikill vindur á íslenskan mælikvarða. Skýjafar í dag og á morgun er svipað. Vestanáttin ýtir skýjum upp á vestanvert landið og þar verður því skýjað að mestu og á stöku stað gæti fallið rigning af minnstu sort. Í öðrum landshlutum eru líkur á björtum köflum, en þokuloft gæti látið á sér kræla, einkum með norður- og austurströndinni. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg vestlæg átt, en 3-8 m/s á morgun. Skýjað að mestu, hiti 8 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu
Hæg vestlæg eða breytileg átt, en 5-10 m/s á morgun. Skýjað að mestu á vestanverðu landinu og lítilsháttar væta á stöku stað. Bjart með köflum í öðrum landshlutum, en sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Spá gerð: 26.08.2020 05:13. Gildir til: 27.08.2020 00:00.
Veðuryfirlit
Við landið er 1013 mb hæðasvæði. 1400 km SSV af Reykjanesi er 1002 mb lægð sem þokast ANA, en 300 km SV af Hvarfi er heldur vaxandi 1015 mb hæðarhryggur sem fer hægt NA.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Vestan 3-8 m/s og skýjað á vestanverðu landinu. Bjart með köflum í öðrum landshlutum, en sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á föstudag:
Vestan og norðvestan 5-10 m/s. Skýjað og dálítil væta, en yfirleitt þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og lítilsháttar væta í flestum landshlutum. Hiti 10 til 15 stig.
Á sunnudag:
Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en hægari vindur og þurrt á Norður- og Austurlandi fram á kvöld. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðlæg átt með vætu, en úrkomuminna norðanlands og hlýtt á þeim slóðum.
Spá gerð: 25.08.2020 21:34. Gildir til: 01.09.2020 12:00.
 

  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Tugmilljóna króna okurlán á Íslandi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Verð í Fríhöfninni – Allt að 43% dýrari á leiðinni heim

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Ef þetta er rétt vantar um 20 milljarða í íslenskt hagkerfi á hverju ári“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bubbi er ósáttur

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hamingjan er lífstíll sem fólk velur sér

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?