-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

93% þjóðarinnar vill breyta kvótakerfinu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

97 prósent kjósenda Pírata segjast vera hlynnt því að markaðsgjald verði tekið af útgerðinni varðandi úthlutun veiðiheimilda. 100 prósent af kjósendum Viðreisnar og 98 prósent af kjósendum Samfylkingarinnar, ef aðeins eru skoðaðir þeir sem taka afstöðu.

Fjallað er um kvótakerfið á forsíðu Fréttablaðsins í dag en þar segir að meira en 76 prósent landsmanna vilja að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskimiðunum. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem samtökin Þjóðareign, hópur áhugafólks um að þjóðin fái sanngjarnt afgjald fyrir auðlindir, lét Gallup gera.

Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku með eða á móti markaðs­gjaldi er hlutfall stuðningsmanna tæp 93 prósent. Hægt er að lesa fréttina í heild sinni hér inn á Fréttablaðið.is