hjá Flokki fólksins beindi fyrirspurn til fjármálaráðherra um skatta á lægstu laun:
„Lág- og millitekjufólki sem hefur á síðustu árum borið sífellt þyngri skattbyrðar var í kjölfar kjarasamninga síðastliðið vor lofað umbótum á skattkerfinu til að auka ráðstöfunartekjur og snúa þessari óheillaþróun við. Að ekki standi til að efna loforðið að fullu fyrr en um mitt samningstímabilið veldur þess vegna verulegum vonbrigðum. Launafólk, öryrkjar og aldraðir sem hafa lágar tekjur hafa ekki tíma til að bíða svo lengi – þau þurfa léttari skattbyrði strax.“
Skattar þeirra sem eru á lágmarkslaunum lækka um 2.900 kr. mánuði á næsta ári og 8.300 kr. þarnæsta ár. Þau sem hafa 1 milljón á mánuði lækka um 1.850 kr. á mánuði á næsta ári og 3.800 kr. á þarnæsta ári. Þetta er 5.650 kr. skattahækkun fyrir þá sem eru með 1 milljón á mánuði. Er hann ekki sammála mér að það sé algjör óþarfi að láta þá einstaklinga fá slíka hækkun og láta hana ganga niður til þeirra sem eru á lægstu laununum?
Ef við tökum 317.000 kr. mánaðarlaun hjá lægst launaða einstaklingnum í dag, hvað er viðkomandi að borga í skatta? 55.900 kr. Þeir einstaklingar sem voru á lægstu launum 1988 þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp borguðu ekki skatt þá og þess vegna er þetta hrein og klár og einföld spurning: Er ekki kominn tími til að hætta að skatta þá sem eru með hungurlús vegna þess að þessi laun, 317.000 kr., þýða útborgað 240.000–50.000 kr.?“
Bjarni Benediktsson, svarði því til að frá því að hann kom í fjármálaráðuneytið árið 2013 voru lægstu taxtar innan við 200.000 kr. ,,Þeir eru þó komnir upp í 300.000 kr. á ekki fleiri árum og skattarnir á þetta sama fólk hafa lækkað. Við höfum aldrei farið í jafn stóra skattalækkun seinni árin í tekjuskattskerfinu og þá sem við erum að leggja til núna og hún er sérsniðin með nýju skattþrepi til að ná sérstaklega til þeirra sem eru neðst í tekjustiganum.
Ef þingmaðurinn er að koma hér upp og spyrja mig um það hvort ekki væri gott ráð að hækka skatta á þá sem sérstaklega eru tilgreindir, yfir meðallaunum, t.d. í kringum eina milljón, tel ég það einfaldlega óþarft. Ég held að skattbyrðinni hafi aldrei verið jafn vel dreift og henni verður dreift eftir að þessi lagabreyting hefur tekið gildi. Við tökum ekki bara í krónum heldur líka hlutfallslega langminnst af þeim sem eru neðst í tekjustiganum og við tökum hlutfallslega og í krónum langmest af þeim sem eru ofar. Þá erum við bara að horfa á tekjuskattskerfið.“
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/23/laegsta-fylgi-sjalfstaedisflokksins-fra-upphafi-maelinga/