Foreldrar á leið á fæðingardeildina sáu fram á að ná ekki í tæka tíð, voru þeir í sambandi við ljósmóður sem ráðlagði þeim að stoppa á slökkvistöðinni í Skógarhlíð. Ljósmóðir gerði Neyðarlínu og slökkviliði viðvart um komu þeirra og tóku slökkviliðsmenn á móti þeim í bílasal slökkviliðsins.
Þar var móðir aðstoðuð úr heimilisbílnum og í sjúkrabörur, þegar verið var að setja þær í sjúkrabíl gerðust hlutirnir hratt og 2 mín síðar fæddist myndar stúlka í sjúkrabílnum inni á slökkvistöðinni á slaginu klukkan 20:00.
,,Móður og barni heilsast vel og var fjölskyldan svo flutt á fæðingardeildina og heimilisbílinn ferjaður með. Við fengum leyfi til að taka eina mynd við tilefnið og er hún birt með leyfi foreldra.“
Siðasti sólahringur hefur verið mjög annasamur slökkviliðinu og voru farnir 112 sjúkraflutningar þar af 25 neyðarflutningar, 12 covit og útköll dælubíla 2.
Við erum hér fyrir ykkur. Góða helgi.“