Klukkan 01:10 var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu á 164 km/klst. þar sem leyfilegur hraði er 80 km/klst. á Kringlumýrarbraut. Ökumaðurinn stöðvaði ekki strax við merkjagjöf lögreglu og var kominn í Garðabæ er hann loks stöðvaði.
Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda og skjalafals. Bifreiðin var með röng skráningarnúmer (númer talin vera stolin ) og ótryggð. Bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.
Ekið á 10 ára stúlku – Vitni gefi sig fram
Rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld var tilkynnt um umferðarslys í Mosfellsbæ. Bifreið var þar ekið á 10 ára stúlku sem var á gangbraut að fara yfir akbraut. Móðir stúlkunnar fór með hana á Bráðdeild þar sem slysið var ekki tilkynnt til lögreglu eða sjúkraflutninga. Vitni var að óhappinu og er málið í rannsókn. Áverkar hafa ekki verið skráðir.
Umræða