Dögg Gunnarsdóttir skólastjóri Lækjarskóla sendi eftirfarandi póst á aðstandendur barna í dag varðandi tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir við skólann.
,,Nemandi skólans telur sig hafa séð kyrrstæðan bíl og bílstjóra reyna að ná sambandi við nemendur í frímínútum í dag. Skólastjórn hefur skoðað eftirlitsvélar skólans og gert lögreglu viðvart þrátt fyrir að ekkert athugavert hafi sést í myndavélunum.
Athugið engir aðrir nemendur skólans hafa komið fram með ábendingar um óviðkomandi aðila á skólalóðinni en allur er varinn góður og lítur skólastjórn á allar slíkar ábendingar alvarlegum augum.
Fyrir hönd skólarstjórnar Lækjarskóla, Dögg Gunnarsdóttir skólastjóri.“
Umræða