Hugleiðingar veðurfræðings
Austlæg átt og milt veður í dag, dálítil væta á víð og dreif framan af degi, en léttir síðan til á vestanverðu landinu. Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum á morgun, en smá skúrir eða slydduél úti við norður- og austurströndina og kólnar nokkuð fyrir norðan. Áfram útlit fyrir hæglætisveður á föstudag, þurrt að kalla en fremur svalt í veðri.
Veðuryfirlit
Skammt V af Írlandi er allvíðáttumikil 978 mb lægð sem fer N. Samantekt gerð: 26.10.2022 07:14.
Veðurhorfur á landinu
Austan og norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 með suðausturströndinni og norðvestantil framan af morgni. Dálítil rigning með köflum, en úrkomulítið norðvestantil og léttir víða til á vestanverðu landinu síðdegis. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast syðra. Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum á morgun, en smá skúrir eða slydduél við norður- og austurströndina. Kólnar heldur nyrðra.
Spá gerð: 26.10.2022 04:51. Gildir til: 27.10.2022 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 5-13 m/s og smá væta í fyrstu, en lægir síðan og léttir til, léttskýjað á morgun. Hiti 4 til 9 stig. Spá gerð: 26.10.2022 04:44. Gildir til: 27.10.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél á norðanverðu landinu, en bjart með köflum syðra. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á föstudag:
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og skúrir á stöku stað. Hiti 1 til 6 stig, en í kringum frostmark norðaustanlands.
Á laugardag:
Sunnanátt, smá væta og hiti 2 til 7 stig, en bjartviðri og hiti í kringum frostmark um landið austanvert.
Á sunnudag:
Suðaustanátt með lítilsháttar rigningu, en að mestu þurrt fyrir norðan. Hlýnar í veðri.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt með skúrum eða slydduéljum og kólnandi veður.