Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi gæsluvarðhald yfir konu í tengslum við lát manns í íbúð við Bátavog í september.
Meintur gerandi í manndrápsmálinu við Bátavog í Reykjavík hinn 21. september síðastliðinn var í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta er að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknarhagsmuna.
Maður á sextugsaldri fannst látinn á vettvangi, en konan sem er í haldi er rúmlega fertug. Hún hefur verið í haldi lögreglu síðan hún var handtekin sama dag. Ekkert hefur verið gefið út um banamein mannsins, en lögregla hefur staðfest að málið sé rannsakað sem manndráp.
Umræða