• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Sunnudagur, 28. maí 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Er sjálfsagt að útlendingar eignist Hjörleifshöfða?

ritstjorn by ritstjorn
26. nóvember 2020
in Ferðaþjónusta, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

 

Vísir.is segir frá því að þýzkt-íslenzkt félag hafi eignast Hjörleifshöfða og að félagið sé í meirihlutaeigu Þjóðverja. Og jafnframt að íslenzka ríkið hafi átt kost á að kaupa Hjörleifshöfða en að ekki hafi gengið saman um verð.

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri Morgunblaðsins ritar um hömlulaus jarðakaup útlendinga á Íslandi

Við lestur þessarar fréttar vaknar enn á ný sú spurning hvort það sé sjálfsagt að útlendingar geti eignast stóran hluta Íslands með því einfaldlega að kaupa jarðir.

Brezkur auðkýfingur (sem nú er búsettur í Mónakó) á nú töluverðan hluta af norðausturhorni landsins, sem hann hefur eignast með jarðakaupum.

Hvað ætla kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að gera, ef þessum auðkýfingi dytti í hug að selja rússnesku fyrirtæki allar jarðirnar í einni kippu, svo að Rússar gætu komið sér upp hafnaraðstöðu á Norðausturlandi?

Hvað ætla kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að gera ef kínverskt fyrirtæki gerði tilboð í allar jarðir á Vestfjarðakjálkanum og Kínverjar eignuðust þannig meirihlutann af Vestfjarðakjálkanum. (Það eru ekki mörg ár síðan þeir reyndu að kaupa stórt landsvæði á Grænlandi.)

Bandarískur aðmíráll gaf til kynna fyrir skömmu, að Bandaríkjamenn kynnu að hafa áhuga á fastri aðstöðu á ný á Íslandi. Mundi einhverjum kjörinna fulltrúa þjóðarinnar bregða við, ef þeir hæfu skipuleg jarðakaup á Suðurnesjum?

Það verður að stöðva þessa vitleysu nú þegar á þessu þingi og banna slík landakaup útlendinga. Þetta hefur verið ljóst í mörg ár en Alþingi hefur augljóslega ekkert gert, sem máli skiptir.

Ætli hugsanleg kaup á Hjörleifshöfða hafi komið til umræðu í ríkisstjórninni?

Ætli þau hafi komið til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna?

Discussion about this post

  • Samgöngustofa hættir innheimtu bifreiðagjalda

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • NÝ ÖKUSKÍRTEINI

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Lífið eftir framhjáhald og daður á samfélagsmiðlum

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Teitur Björn Einarsson færir ítarleg rök gegn stjórnarfrumvarpi

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Vændiskonur frömdu vopnað rán

    0 shares
    Share 0 Tweet 0

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?