Veðuryfirlit
Um 700 km SA af Hvarfi er allvíðáttumikil 960 mb lægð sem sem þokast ASA og grynnist, en um 500 km V af Írlandi er 977 mb vaxandi lægð sem þokast N. Skammt SA af Íslandi er 990 mb lægðardrag sem þokast N. Yfir NA-Grænlandi er 1015 mb hæð. Samantekt gerð: 26.11.2022 14:17.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Víða rigning, en léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands. Bætir í vind í nótt. Norðlæg átt 8-18 m/s á morgun, hvassast norðvestantil. Rigning um landið austanvert, slydda eða snjókoma með köflum norðantil og úrkomumeira við norðurströndina. Skýjað með köflum og úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Heldur hvassara um landið vestanvert annað kvöld, en fremur hæg breytileg átt og úrkomulítið austantil á landinu. Hiti 0 til 7 stig. Spá gerð: 26.11.2022 18:21. Gildir til: 28.11.2022 00:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Fremur hæg breytileg átt og bjartviðri. Norðan 8-13 á morgun, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hiti 0 til 5 stig. Spá gerð: 26.11.2022 18:21. Gildir til: 28.11.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðvestan og vestan 8-15 og skúrir eða él, en þurrt á sunnanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur um kvöldið og frystir allvíða.
Á þriðjudag:
Vaxandi austanátt, 10-18 síðdegis og fer að rigna, en hægari vindur og þurrt norðantil á landinu. Hlýnandi veður.
Á miðvikudag:
Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og rigning, en þurrt að mestu norðan- og norðaustanlands. Hiti 4 til 10 stig.
Á fimmtudag (fullveldisdagurinn):
Stíf sunnan og síðar suðvestanátt og skúrir, en bjartviðri um landið norðaustanvert. Kólnandi veður.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestantil á landinu, en annars bjart. Hiti 0 til 4 stig.