Eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl í Árbænum í Reykjavík snemma í morgun. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í viðtali við rúv, hafa fjórir verið fluttir á sjúkrahús og einn þeirra er sagður þungt haldinn skv. viðtalinu.
Viðbúnaður hefur verið við bruna í Stangarhyl í árbæ í Reykjavík í morgun. Búið er að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu. Þrír hafa verið fluttir á sjúkrahús, einn þeirra er þungt haldinn að sögn Guðjóns Ingasonar, sem stýrði aðgerðum á vettvangi.
Tildrög eldsins liggja ekki fyrir að svo stöddu, en talið er að hann hafi komið upp í íbúð í húsinu.
Stefán Kristinson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir eldinn hafa komið upp klukkan tíu mínútur í sex í húsi sem inniheldur litlar leiguíbúðir. Hann segir að um fimmtíu manns standi nú fyrir utan húsið. Hann sagðist ekki geta fullyrt hvort þau væru íbúar þess. Nú sé unnið að því að fá bíl á vegum Rauða krossins á staðinn fólkinu til stuðnings. Að því er kemur fram í frétt rúv.is.