Lögregla hefur nú til rannsóknar mál þar sem tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum á aðfangadagskvöld.
Heimilisfólk var á staðnum en enginn slasaðist. Lögregla vopnaðist og var með mikinn viðbúnað. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Þá leitar lögregla að öðrum sem gætu tengst málinu.
Umræða