Fjórir menn féllu niður um ís á Meðalfellsvatni en þeir voru við myndartöku á nýjum veiðiþætti fyrir sjónvarpsstöðina Hringbraut. Verið var að kvikmynda ísveiðar, eða svokallaða dorgveiði í dag, þar sem að er borað gat á ísinn og veitt niður um hann
Einn þeirra sem að féll niður um ísinn var hinn gamalreyndi stjórnandi veiðiþátta og Sportveiðiblaðsins, Gunnar Bender. Hann hafði þetta um málið að segja þegar að Fréttatíminn og veiðin.is tóku viðtal við hann, rétt eftir að hann var búinn að komast í þurr föt.
,,Ég fór bókstaflega alveg á bólakaf og það var ágætis dýpi þarna og ég náið alls ekki til botns sem að gerði það að verkum að erfitt var að komast aftur upp á ísinn. En ég náði þó að komast upp með aðstoð góðra manna að lokum.
Við vorum fjórir sem að féllum í vatnið, niður um ísinn og ég var líklega í vatninu í allavega 5 mínútur, hinir voru eitthvað skemur.“ Sagði Gunnar Bender, ritstjóri Sportveiðiblaðins og þáttarstjórnandi en hann var við Meðalfellsvatn í dag, þegar að átti að mynda enn einn veiðiþáttinn fyrir sjónvarpsstöðina Hringbraut, sem hefur gengið frábærlega, alveg þangað til núna, að sögn Gunnars.
Veiðiþættirnir verða sýndir á Hringbraut núna í byrjun mars og þess má geta að myndavélar og allur búnaður slapp við það að lenda í vatninu.
,,Það var alls ekki þægilegt að svamla þarna í vatninu í töluverðan tíma og alltaf brotnaði ísinn undan manni þegar maður reyni að komast uppá ísinn. En allir sluppu sem betur fer, en helvíti vorum við allir orðnir kaldir,, sagði Gunnar enn fremur.
Tíminn verður svo að leiða það í ljós hvort að atvikið hafi náðst á upptöku eða ekki, en það mun þá væntanlega koma í ljós þegar að þættirnir verða sýndir í mars n.k.