Talsvert var um að vera á öllum lögreglustöðvum á Höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og framundir morgun.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á bar í miðbænum, þar inni var maður mættur á barinn með hafnarboltakylfu meðferðis. Maðurinn var ekki að ógna með henni en samt sem áður var það metið sem svo að ekki væri eðlilegt að mæta þannig útbúinn á opinbert öldurhús í miðborg Reykjavíkur. Rætt var við manninn af lögreglu sem að hefur að líkindum útskýrt það fyrir viðkomandi og var kylfan gerð upptæk.
Klukkan rúmlega sex í gærkvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja mann úr Kolaportinu sem var þar til vandræða, en maðurinn var ofurölvi og var honum komið til síns heima. Um svipað leiti kom kona á lögreglustöð og tilkynnti að bifreið hennar hafi verið stolið í miðbænum. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglunnar á bennsínstöð en þar hafði verið stolið veski frá starfsmanni.
Lögreglan var kölluð út við skemmtistað í miðbænum, en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mikils æsings hjá hópi fólks, aðilar sem voru á svæðinu voru hræddir um að þarna mundu brjótast út hópslagsmál.
Talsvert var um að óskað væri aðstoðar lögreglu vegna ósjálfbjarga fólks víða um bæ vegna þess að það var rænulaust, jafnvel liggjandi úti á víðavangi, og einnig rænulítið vegna vímuefna, og þurfti m.a. að kalla út sjúkrabifreið vegna þessa.
Þá var fjöldi ökumanna stöðvaður, grunaðir um vímuefnaakstur og að vera án ökuréttinda, þar á meðal var kona handtekin, grunuð um ölvun við akstur og að hafa ekið á kyrrstæða bifreið og valda þar tjóni. Konan var vistuð í fangaklefa vegna málsins.