TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti veikan skipverja á frystitogara á sjúkrahús í gærkvöld.
Skipstjóri togarans hafði samband við Neyðarlínu vegna veikinda um borð og eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið maðurinn yrði fluttur á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Skipið var þá statt um 40 sjómílur vestur af Bjargtöngum. TF-LIF tók á loft frá Reykjavík klukkan 18:30 og var komin rúmri klukkustund síðar að skipinu. Vel gekk að hífa skipverjann um borð í þyrluna.
Sjólag og skyggni var gott og hægur vindur. Þyrlan flutti manninn á Landspítalann í Fossvogi og lenti þar laust fyrir klukkan níu í gærkvöld.
Umræða