Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi tilkynninga frá fólki um svika SMS-skilaboð sem því er að berast. Þessar tilkynningar eiga flestar það sameiginlegt að vera frá aðila sem kallar sig Ken og vill hann endilega að þú staðfestir móttöku í netfang sem hann gefur upp.
Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en hrein og klár svikastarfsemi. Við viljum brýna fyrir fólki að svara ekki svona SMS-skilaboðum og fara alls ekki eftir því sem farið er fram á að verði framkvæmt – það er að senda póst á uppgefið netfang. Best er að blokkera viðkomandi – við látum Ken ekki blekkja okkur!
Umræða