Tilkynnt var um dansleik í húsnæði við hlið veitingastaðar í miðborginni þar sem gestir fóru síðan inn á veitingastaðinn og báru áfengi og aðrar veitingar á milli.
Um það bil 25 manns voru kærðir fyrir brot á sóttvarnarlögum. Veitingastaðurinn ásamt ábyrgðarmanni hans var einnig kærður fyrir brot á áfengislögum þar sem áfengi var borið út af veitingastaðnum. Samkomunni var slitið af lögreglu og fólkinu var vísað út af staðnum.
Umræða